Blái dagurinn í dag: Þörf á meiri fræðslu um einhverfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 12:04 Arnar Máni Vignisson er fimm ára patti og lét sig ekki muna um að gefa forseta Íslands spaðafimmu þegar þeir hittust á Bessastöðum í sunnudaginn. Arnar er einhverfur og fór ásamt hópi barna og aðstandanda þeirra á fund forseta til að vekja athygli á alþjóðadegi einhverfu. Vísir/ernir Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi í fjórða skiptið í dag í tilefni af Bláum apríl sem er vitundarvakning um einhverfu og söfnunarátak sem samtökin Blár apríl standa fyrir. „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum þetta og hefur stækkað ár frá ári. Þetta er í rauninni tvíþætt, annars vegar að vekja almenna athygli á einhverfu, hvetja fólk til að klæðast bláu í dag til að vekja athygli á málefninu, fræðast um einhverfu og annað sem felst í svona almennri vitundarvakningu, og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum barna með einhverfu,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríl í samtali við Vísi. Í fyrra var safnað fyrir gerð fræðsluefnis á íslensku um einhverfu sem ætlað er börnum og var það frumsýnt á alþjóðlegum degi einhverfunnar á sunnudaginn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra í tilefni dagsins. „Í kjölfarið var fræðsluefnið svo gert aðgengilegt á blarapril.is. Skólarnir hafa verið duglegir við að nýta Bláa daginn í að fræða börnin um einhverfu en þeir höfðu verið að kalla eftir góðu fræðsluefni á íslensku um málið fyrir yngri börn. Við réðumst því í gerð á slíku efni sem er aðallega hugsað fyrir yngri stigin í grunnskóla og jafnvel leikskóla. Það sem hefur þó komið okkur á óvart er að fullorðnir eru líka að nýta þetta til að fræðast um einhverfu og við höfum einnig fengið sterk og góð viðbrögð frá foreldrum barna sem eru í bekk með einhverfum börnum og haf nýtt þetta til að ræða málin við þau og fræðast,“ segir Ragnhildur. Aðspurð fyrir hverju sé verið að safna í ár segir Ragnhildur að þörf sé á meiri fræðslu um einhverfu og því verði áherslan áfram á það. „Við ætlum að safna fyrir áframhaldandi fræðslu. Ein hugmyndin er að gefa út meira efni en svo viljum við líka halda námskeið í samstarfi við sveitarfélögin og skólana um einhverfu. Við söfnuðum á sínum tíma fyrir námskeiði fyrir foreldra nýgreindra barna og höfum haldið það bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefur það mælst mjög vel fyrir,“ segir Ragnhildur. Hægt er að styrkja málefnið með því að hringja í númerið 9021010 og styrkja þannig um 1000 krónur eða með því að fara inn á blarapril.is og velja þar á milli mismunandi upphæða undir flipanum „Styrkja félagið.“ Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi í fjórða skiptið í dag í tilefni af Bláum apríl sem er vitundarvakning um einhverfu og söfnunarátak sem samtökin Blár apríl standa fyrir. „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum þetta og hefur stækkað ár frá ári. Þetta er í rauninni tvíþætt, annars vegar að vekja almenna athygli á einhverfu, hvetja fólk til að klæðast bláu í dag til að vekja athygli á málefninu, fræðast um einhverfu og annað sem felst í svona almennri vitundarvakningu, og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum barna með einhverfu,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríl í samtali við Vísi. Í fyrra var safnað fyrir gerð fræðsluefnis á íslensku um einhverfu sem ætlað er börnum og var það frumsýnt á alþjóðlegum degi einhverfunnar á sunnudaginn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra í tilefni dagsins. „Í kjölfarið var fræðsluefnið svo gert aðgengilegt á blarapril.is. Skólarnir hafa verið duglegir við að nýta Bláa daginn í að fræða börnin um einhverfu en þeir höfðu verið að kalla eftir góðu fræðsluefni á íslensku um málið fyrir yngri börn. Við réðumst því í gerð á slíku efni sem er aðallega hugsað fyrir yngri stigin í grunnskóla og jafnvel leikskóla. Það sem hefur þó komið okkur á óvart er að fullorðnir eru líka að nýta þetta til að fræðast um einhverfu og við höfum einnig fengið sterk og góð viðbrögð frá foreldrum barna sem eru í bekk með einhverfum börnum og haf nýtt þetta til að ræða málin við þau og fræðast,“ segir Ragnhildur. Aðspurð fyrir hverju sé verið að safna í ár segir Ragnhildur að þörf sé á meiri fræðslu um einhverfu og því verði áherslan áfram á það. „Við ætlum að safna fyrir áframhaldandi fræðslu. Ein hugmyndin er að gefa út meira efni en svo viljum við líka halda námskeið í samstarfi við sveitarfélögin og skólana um einhverfu. Við söfnuðum á sínum tíma fyrir námskeiði fyrir foreldra nýgreindra barna og höfum haldið það bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefur það mælst mjög vel fyrir,“ segir Ragnhildur. Hægt er að styrkja málefnið með því að hringja í númerið 9021010 og styrkja þannig um 1000 krónur eða með því að fara inn á blarapril.is og velja þar á milli mismunandi upphæða undir flipanum „Styrkja félagið.“
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira