Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar sem hefst klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti áætlunina á blaðamannafundi klukkan 13:30 í dag en mikið hefur verið rætt um húsnæðisvandann í borginni undanfarin misseri þar sem gríðarleg eftirspurn er eftir húsnæði en lítið framboð og húsnæðisverð hátt.
Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt stefnu meirihlutans í húsnæðismálum og meðal annars sagt að ekki hafa nægilega mörgum lóðum verið úthlutað á kjörtímabilinu.
Þá hefur fjöldi manns gagnrýnt það að Ólafur Ólafsson hafi fengið framselda lóð Reykjavíkurborgar í Vogabyggð og má búast við því að þetta verði allt rætt á fundi borgarstjórnar í dag.
Fylgjast má með fundinum á vef Reykjavíkurborgar.
