Ferðast aftur hringinn í kringum landið til að vekja athygli á aðgengismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. apríl 2017 21:00 "Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson. Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira