„Skip koma bara og setja fólk í land“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:45 Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt. Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt.
Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30