Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2017 15:17 Skipin setja út léttbáta og sigla með farþega að landi. vísir/jón pétursson Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. Félagið, Bjargtangi, hefur sent umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun formlegt erindi þess efnis.Meiri umferð fylgi meiri slysahætta „Við óttumst mest að þarna verði slys. Þetta er þannig svæði að ef olía fer í sjóinn að þá er ekki hægt að hreinsa hana upp. Því fleiri skip, því meiri er slysahættan og áhættan. Við erum að tala um fleiri hundruð tonn af olíu í hverju skipi, og skipin brenna svartolíu, sem er það versta sem fer í sjóinn og fjörurnar,“ segir Jón Pétursson, formaður Bjargtanga. Hann vill að reglur verði settar sem takmarki siglingar skipa nærri landi.Látrabjarg og nágrenni er nú þegar í friðlýsingarferli og landeigendur eru uggandi yfir þessum siglingum. Þeir segja ekki hægt að bíða eftir að ferlið klárist.vísir/jón pétursson„Við förum fram á reglur eða lög sem takmarka nálægðina. Skipin megi þá koma ákveðið að landinu, um tvær sjómílur, sem er alveg nóg. Þeim munar ekkert um það að sigla aðeins lengra á þessum léttu bátum til að komast upp á land.“Ágangur ferðamanna of mikillFyrr í dag var fjallað um fjölda skemmtiferðaskipa við Hornstrandir, þar sem ferðaþjónustuaðili lýsti yfir þungum áhyggjum. Jón segir þessa stöðu uppi víðast hvar og segir ágang ferðamanna orðinn allt of mikinn. Aðspurður segir Jón að um fjögur til fimm skemmtiferðaskip sigli undir Látrabjarg í viku hverri, og að stundum séu farþegarnir hátt í þrjú hundruð talsins. „Það segist eins og er að þetta er orðið helvíti mikið. Þetta truflar allt dýralíf, fugl, sel og annað – það segir sig bara sjálft,“ segir Jón. Látrabjarg er nú í friðlýsingarferli, en Jón segir landeigendur uggandi yfir þessum siglingum. Því sé ekki sé hægt að bíða eftir að ferlið klárist til þess að hægt verði að setja reglur. Ráðherra þurfi að beita sér fyrir því hið fyrsta. Landeigendurnir leggja til að farþegaskip fái ekki að koma nær landi en tveimur sjómílum, og umferð léttbáta, gúmmíbáta og annarra smábáta verði háð leyfi landeigenda. Fiskibátum verði hins vegar heimil för líkt og áður.Nálægðin er of mikil, segir Jón.vísir/jón Pétursson
Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57