Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er efstur á lista flokksins í NA-kjördæmi.vísir/anton brink
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti listans situr Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, í því þriðja er María Hjálmarsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson í fjórða sæti.
Albertína Friðbjörg og María taka sæti Erlu Bjargar Guðmundsdóttur og Hildar Þórisdóttur, sem skipuðu annað og þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum í fyrra.
Gengið verður til kosninga laugardaginn 28. október næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband Samfylkingarinnar á frambjóðendum sínum í Norðausturkjördæmi.