„Sópur Guðs“ ekki náð til trúboðs Islam í Kolaportinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. apríl 2016 09:00 Mansoor Malik segist líta á Ísland sem heimili sitt. Visir Í frétt Vísis á miðvikudag kom fram að Kolaportið sé að verða vinsæll staður í Reykjavík fyrir trúboð. Í nokkur ár hafa Ahmadiyya múslimar haldið þar uppi bási sem þýski trúboðinn Mansoor Malik hefur haft umsjón með síðustu mánuði. Í viðtali við Vísi í gær kom svo fram að félagarnir Hilmar Sigurðsson úr Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og Rúnar Loftsson hjá Hjálpræðishernum hafi ákveðið að byrja með kristinn bás á markaðnum sem mótvægi við nærveru Islam. Á svipuðum tíma gufaði bás Malik upp og kastaði Hilmar því m.a. fram í viðtalinu að kannski hafi „Guð sópað honum í burtu“. Við nánari skoðun virðist þó vera að hvorki sópur Guðs né tilvist kristins bás í Kolaportinu hafi orðið til þess að Malik ákvað frá að fara. Ástæðan er öllu heldur skipulagsbreytingar sem eiga sér stað í Kolaportinu þessa daganna.Það hafa ekki bara verið trúboðar sem hafa reynt að lokka til sín fylgjendum í Kolaportinu. Hér sést Helgi Pírati breiða út boðskap þeirra.Vísir/DaníelBíður eftir að finna nýjan stað„Það var talað um að kaffiterían væri að færast frá einum enda Kolaportins til annars. Þess vegna var okkur sagt að við myndum þurfa að flytja okkur um set,“ útskýrir Mansoor Malik í viðtali við Vísi sem segist ekki hafa áttað sig á því að nýi trúboðabásinn í Kolaportinu væri kristinn. „Sá staður sem okkur bauðst að fara fannst mér örlítið of dimmur og mér fannst það ekki notaleg tilhugsun að fara þangað. Þess vegna hef ég ekki mætt í nokkurn tíma. Ég er bara að bíða eftir að finna betri stað. Þegar það tekst, þá mun ég örugglega koma aftur.“ Mansoor segir að andrúmsloftið í Kolaportinu hafi breyst mikið síðustu vikurnar vegna þeirra framkvæmda sem nú eigi sér stað. Hann segir sér það mikilvægt að vera sýnilegur og telur það skyldu sína að halda áfram trúboði sínu. Hann viðurkennir að viðbrögð Íslendinga séu afar mismunandi við trúboði Islam í Kolaportinu. „Fólk býst nú kannski ekki við því að rekast á eitthvað varðandi trúarbrögð í Kolaportinu, hvað þá Islam! Fólk kemur til þess að kaupa sér eitthvað en rekst allt í einu á trúboð. Almennt hef ég nú ekki fundið fyrir mikilli óvild en það er alveg fólk sem er ekki mjög hrifið. Við höfum alveg fundið fyrir því að sumir eru ekki hrifnir af nærveru okkar en höfum svo sem ekki haft mikil samskipti við þá sem sýna hvað mest óvild. Annars lagið tekur maður eftir því að það er fólk sem er ekkert sérstaklega ánægt með að sjá þig. En ég hef líka fundið fyrir stuðningi. Ef það eru einn eða tveir sem eru ánægðir með þetta, þá finnst mér starfið vera þess virði.Hvernig endaðir þú sem trúboði á Íslandi?„Það er samfélag okkar Ahmadiyya múslima sem ákveður hvert trúboðar eru sendir. Ég útskrifaðist 2012 og bekkurinn minn var sendur til Afríku til þess að fá æfingu. Hugmyndin var að við færum út fyrir evrópsk þægindi. Til þess að fá að finna hvernig trúboðastarf væri á erfiðari svæðum heims. Eftir það gerðu þeir lista yfir þau lönd sem þeir vildu senda trúboða til. Þeir völdu Ísland fyrir mig, ég hafði ekkert um það að segja.“Vissir þú eitthvað um Ísland áður en þú varst sendur hingað?„(Hlær) Ég gerði þau mistök að "gúggla" landið áður en ég kom. Á myndunum þar var allt mjög sólríkt og unaðslegt. Í dag kalla ég Ísland heimili mitt og mér líður eins og ég eigi hér heima.“Þannig að veturinn var smá sjokk?„Þegar ég kom var febrúar að klárast. Nokkrum dögum síðar náði snjórinn upp að hnjám. Það var svolítið skrítið að sjá svona mikinn snjó.“ Trúboð Mansoor á Íslandi fer aðallega fram í Kolaportinu. Hann hefur einnig verið í skóla hér til þess að læra tungumálið. „Ef fólk er mjög áhugasamt, þá býð ég því bara í heimsókn.“ Þessa daganna er Mansoor á meðal skipuleggjanda fyrir friðarráðstefnu sem haldin verður á Ingólfstorgi þann 26 apríl. Þar koma fram fulltrúar fjögurra trúarbragða og halda erindi um frið. Þar á meðal verða Sigurður Árni Þórðarson prestur í Hallgrímskirkju og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði ásatrúar. Fulltrúi Islam á ráðstefnunni verður imam sem kemur hingað frá Írland. Tengdar fréttir Barist um sálir í Kolaportinu Í áraraðir hafa Ahmadiyya-múslimar haldið uppi bási í Kolaportinu. Tveir kristnir félagar ákváðu að stofna þar bás til höfuðs þeim og síðan þá hefur ekkert bólað á trúboði múslima. 13. apríl 2016 13:23 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Í frétt Vísis á miðvikudag kom fram að Kolaportið sé að verða vinsæll staður í Reykjavík fyrir trúboð. Í nokkur ár hafa Ahmadiyya múslimar haldið þar uppi bási sem þýski trúboðinn Mansoor Malik hefur haft umsjón með síðustu mánuði. Í viðtali við Vísi í gær kom svo fram að félagarnir Hilmar Sigurðsson úr Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og Rúnar Loftsson hjá Hjálpræðishernum hafi ákveðið að byrja með kristinn bás á markaðnum sem mótvægi við nærveru Islam. Á svipuðum tíma gufaði bás Malik upp og kastaði Hilmar því m.a. fram í viðtalinu að kannski hafi „Guð sópað honum í burtu“. Við nánari skoðun virðist þó vera að hvorki sópur Guðs né tilvist kristins bás í Kolaportinu hafi orðið til þess að Malik ákvað frá að fara. Ástæðan er öllu heldur skipulagsbreytingar sem eiga sér stað í Kolaportinu þessa daganna.Það hafa ekki bara verið trúboðar sem hafa reynt að lokka til sín fylgjendum í Kolaportinu. Hér sést Helgi Pírati breiða út boðskap þeirra.Vísir/DaníelBíður eftir að finna nýjan stað„Það var talað um að kaffiterían væri að færast frá einum enda Kolaportins til annars. Þess vegna var okkur sagt að við myndum þurfa að flytja okkur um set,“ útskýrir Mansoor Malik í viðtali við Vísi sem segist ekki hafa áttað sig á því að nýi trúboðabásinn í Kolaportinu væri kristinn. „Sá staður sem okkur bauðst að fara fannst mér örlítið of dimmur og mér fannst það ekki notaleg tilhugsun að fara þangað. Þess vegna hef ég ekki mætt í nokkurn tíma. Ég er bara að bíða eftir að finna betri stað. Þegar það tekst, þá mun ég örugglega koma aftur.“ Mansoor segir að andrúmsloftið í Kolaportinu hafi breyst mikið síðustu vikurnar vegna þeirra framkvæmda sem nú eigi sér stað. Hann segir sér það mikilvægt að vera sýnilegur og telur það skyldu sína að halda áfram trúboði sínu. Hann viðurkennir að viðbrögð Íslendinga séu afar mismunandi við trúboði Islam í Kolaportinu. „Fólk býst nú kannski ekki við því að rekast á eitthvað varðandi trúarbrögð í Kolaportinu, hvað þá Islam! Fólk kemur til þess að kaupa sér eitthvað en rekst allt í einu á trúboð. Almennt hef ég nú ekki fundið fyrir mikilli óvild en það er alveg fólk sem er ekki mjög hrifið. Við höfum alveg fundið fyrir því að sumir eru ekki hrifnir af nærveru okkar en höfum svo sem ekki haft mikil samskipti við þá sem sýna hvað mest óvild. Annars lagið tekur maður eftir því að það er fólk sem er ekkert sérstaklega ánægt með að sjá þig. En ég hef líka fundið fyrir stuðningi. Ef það eru einn eða tveir sem eru ánægðir með þetta, þá finnst mér starfið vera þess virði.Hvernig endaðir þú sem trúboði á Íslandi?„Það er samfélag okkar Ahmadiyya múslima sem ákveður hvert trúboðar eru sendir. Ég útskrifaðist 2012 og bekkurinn minn var sendur til Afríku til þess að fá æfingu. Hugmyndin var að við færum út fyrir evrópsk þægindi. Til þess að fá að finna hvernig trúboðastarf væri á erfiðari svæðum heims. Eftir það gerðu þeir lista yfir þau lönd sem þeir vildu senda trúboða til. Þeir völdu Ísland fyrir mig, ég hafði ekkert um það að segja.“Vissir þú eitthvað um Ísland áður en þú varst sendur hingað?„(Hlær) Ég gerði þau mistök að "gúggla" landið áður en ég kom. Á myndunum þar var allt mjög sólríkt og unaðslegt. Í dag kalla ég Ísland heimili mitt og mér líður eins og ég eigi hér heima.“Þannig að veturinn var smá sjokk?„Þegar ég kom var febrúar að klárast. Nokkrum dögum síðar náði snjórinn upp að hnjám. Það var svolítið skrítið að sjá svona mikinn snjó.“ Trúboð Mansoor á Íslandi fer aðallega fram í Kolaportinu. Hann hefur einnig verið í skóla hér til þess að læra tungumálið. „Ef fólk er mjög áhugasamt, þá býð ég því bara í heimsókn.“ Þessa daganna er Mansoor á meðal skipuleggjanda fyrir friðarráðstefnu sem haldin verður á Ingólfstorgi þann 26 apríl. Þar koma fram fulltrúar fjögurra trúarbragða og halda erindi um frið. Þar á meðal verða Sigurður Árni Þórðarson prestur í Hallgrímskirkju og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði ásatrúar. Fulltrúi Islam á ráðstefnunni verður imam sem kemur hingað frá Írland.
Tengdar fréttir Barist um sálir í Kolaportinu Í áraraðir hafa Ahmadiyya-múslimar haldið uppi bási í Kolaportinu. Tveir kristnir félagar ákváðu að stofna þar bás til höfuðs þeim og síðan þá hefur ekkert bólað á trúboði múslima. 13. apríl 2016 13:23 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Barist um sálir í Kolaportinu Í áraraðir hafa Ahmadiyya-múslimar haldið uppi bási í Kolaportinu. Tveir kristnir félagar ákváðu að stofna þar bás til höfuðs þeim og síðan þá hefur ekkert bólað á trúboði múslima. 13. apríl 2016 13:23