Barist um sálir í Kolaportinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. apríl 2016 13:23 Trúboð hefur verið hluti af Kolaportinu í lengri tíma. Vísir/Vilhelm Vilji menn fá slettu af fjölbreytileika fólks á Íslandi í dag er Kolaportið góður staður til þess að byrja á. Þangað inn rata um hverja helgi fulltrúar flestra samfélagshópa landsins í bland við ferðamenn sem hingað koma frá öllum heimshornum. Er hægt að hugsa sér betri stað til trúboðs? Síðastliðin ár hefur venjulega verið hægt að finna bás í Kolaportinu þar sem múslimar hafa kynnt áhugasömum trú sína. Mansoor Malik trúboði frá Þýskalandi hefur séð um básinn síðustu misseri en hann hefur verið þar fyrir hönd Ahmadiyya múslima. En glöggir Kolaports gestir hafa tekið eftir fjarveru hans þar síðustu vikur en þess í stað er nú kominn kristinn bás að boða fagnaðarerindið þar sem m.a. er hægt að nálgast hin ýmsu trúarrit (líka á arabísku) sem og að láta biðja fyrir sér – allt án endurgjalds í nafni Jesú Krists.Mansoor Malik hefur ekki sést í Kolaportinu síðan að kristni trúboðabásinn var settur þar upp.VísirStofnuðu básinn til höfuðs múslimumKristni básinn var settur upp að frumkvæði félaganna Hilmars Sigurðssonar úr Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og félaga hans Rúnari Loftssyni sem starfar með Hjálpræðishernum. Básinn er því ekki á vegum einhvers eins söfnuðar. „Við erum fyrst og fremst að boða fagnaðarerindið,“ segir Hilmar og segir marga forvitna um komu þeirra inn á markaðinn. „Við bjóðum m.a. upp á Nýja Testamentið gefins. Við erum að reyna safna að okkur efni á öllum tungumálum, því það er álíka mikið af ferðamönnum þarna og af okkar fólki, Íslendingum.“ Meðal annars er hægt að finna þar Nýja Testamentið ritað á arabísku. Hilmar viðurkennir að þeir félagar hafi meðal annars ákveðið að setja upp básinn til móts við trúboð múslima á staðnum. „Það var múslimi þarna í Kolaportinu. Það var rótin af þessu. Við erum kristin þjóð aftur í aldir og okkur fannst þá að við ættum að vera kynna okkar frelsara þarna, Jesú Krist, til móts við múslimana. Það ýtti okkur af stað með þetta.“Sölubás í Kolaportinu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Vísir/VilhelmÆtli Guð hafi ekki bara sópað honum út?Hilmar segir lítil samskipti hafa átt við Mansoor en viðurkennir að hafa rétt honum prentað spjald með frelsisbæninni. Skömmu eftir það hafi trúboð múslima í Kolaportinu hætt. „Ætli Guð hafi ekki bara sópað honum út?,“ segir hann og hlær. „Ég veit ekki hvernig þetta virkar.“Hafið þið áhyggjur af vaxandi menningu Islam á Íslandi?„Ég hef nú persónulega ekki miklar áhyggjur en mér finnst samt að við ættum að vera vakandi. Þetta er bara fólk líka sem við þurfum að ná til alveg eins og allra hinna.“Og hvað? Snúa þeim yfir til Krists?„Algjörlega. Við höfum kærleika Krists og það er það sem við bjóðum upp á. Við eigum að sýna aðra ást og elska óvini okkar. Þetta er kannski fólk sem er búið að velja sér leið sem það vildi ekki, eða ætti ekki að fara.“Hvað meinar þú með því?„Maður hefur heyrt alls konar sögur. Það er erfitt að staðfesta svoleiðis en við vitum hvað er að gerast í heiminum og hvað menn hafa verið að gera í nafni Islam. Þetta er hættulegur leikur. Síðast bara í Brussel. Maður getur samt aldrei lifað í einhverjum ótta. Það er ekkert gott.“Hefur þú lesið Kóraninn?„Nei, ég hef ekki gert það. Það er eflaust meiri hlutinn sem trúir á Kóraninn gott fólk. Menn eru alltaf að skemma málstaðinn sjálfir.“Biblían og Kóraninn deila nú mörgum sögum. Þar er meðal annars skrifað um Jesú.„Já, en Biblían er skrifuð langt á undan. Ég þarf að lesa Kóraninn til þess að mynda mér skoðun á þessu, en ég held að þeir taki mikið úr Gamla testamentinu. Þeir líta á Jesú til dæmis sem spámann en ekki guð.“En er þetta ekki allt sami guðinn sem fólk trúir á?„Okkar er þrenningar Guð. Það er faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Þeir trúa ekki að Jesú sé sonur Guðs. Ég myndi ekki segja að þetta sé sami guðinn því þú verður að hafa Jesú Krist til þess að geta nálgast Guð. Hann er tengingin við faðirinn á himnum.“ Aðspurður um árangur líkir Hilmar verkefni hans og Rúnars við sáningu. Þeir deili fræjum í Kolaportinu en það sé svo sjálfur Guð sem vinni verkið til enda. Ekki náðist í Mansoor Malik við gerð þessara fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vilji menn fá slettu af fjölbreytileika fólks á Íslandi í dag er Kolaportið góður staður til þess að byrja á. Þangað inn rata um hverja helgi fulltrúar flestra samfélagshópa landsins í bland við ferðamenn sem hingað koma frá öllum heimshornum. Er hægt að hugsa sér betri stað til trúboðs? Síðastliðin ár hefur venjulega verið hægt að finna bás í Kolaportinu þar sem múslimar hafa kynnt áhugasömum trú sína. Mansoor Malik trúboði frá Þýskalandi hefur séð um básinn síðustu misseri en hann hefur verið þar fyrir hönd Ahmadiyya múslima. En glöggir Kolaports gestir hafa tekið eftir fjarveru hans þar síðustu vikur en þess í stað er nú kominn kristinn bás að boða fagnaðarerindið þar sem m.a. er hægt að nálgast hin ýmsu trúarrit (líka á arabísku) sem og að láta biðja fyrir sér – allt án endurgjalds í nafni Jesú Krists.Mansoor Malik hefur ekki sést í Kolaportinu síðan að kristni trúboðabásinn var settur þar upp.VísirStofnuðu básinn til höfuðs múslimumKristni básinn var settur upp að frumkvæði félaganna Hilmars Sigurðssonar úr Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og félaga hans Rúnari Loftssyni sem starfar með Hjálpræðishernum. Básinn er því ekki á vegum einhvers eins söfnuðar. „Við erum fyrst og fremst að boða fagnaðarerindið,“ segir Hilmar og segir marga forvitna um komu þeirra inn á markaðinn. „Við bjóðum m.a. upp á Nýja Testamentið gefins. Við erum að reyna safna að okkur efni á öllum tungumálum, því það er álíka mikið af ferðamönnum þarna og af okkar fólki, Íslendingum.“ Meðal annars er hægt að finna þar Nýja Testamentið ritað á arabísku. Hilmar viðurkennir að þeir félagar hafi meðal annars ákveðið að setja upp básinn til móts við trúboð múslima á staðnum. „Það var múslimi þarna í Kolaportinu. Það var rótin af þessu. Við erum kristin þjóð aftur í aldir og okkur fannst þá að við ættum að vera kynna okkar frelsara þarna, Jesú Krist, til móts við múslimana. Það ýtti okkur af stað með þetta.“Sölubás í Kolaportinu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Vísir/VilhelmÆtli Guð hafi ekki bara sópað honum út?Hilmar segir lítil samskipti hafa átt við Mansoor en viðurkennir að hafa rétt honum prentað spjald með frelsisbæninni. Skömmu eftir það hafi trúboð múslima í Kolaportinu hætt. „Ætli Guð hafi ekki bara sópað honum út?,“ segir hann og hlær. „Ég veit ekki hvernig þetta virkar.“Hafið þið áhyggjur af vaxandi menningu Islam á Íslandi?„Ég hef nú persónulega ekki miklar áhyggjur en mér finnst samt að við ættum að vera vakandi. Þetta er bara fólk líka sem við þurfum að ná til alveg eins og allra hinna.“Og hvað? Snúa þeim yfir til Krists?„Algjörlega. Við höfum kærleika Krists og það er það sem við bjóðum upp á. Við eigum að sýna aðra ást og elska óvini okkar. Þetta er kannski fólk sem er búið að velja sér leið sem það vildi ekki, eða ætti ekki að fara.“Hvað meinar þú með því?„Maður hefur heyrt alls konar sögur. Það er erfitt að staðfesta svoleiðis en við vitum hvað er að gerast í heiminum og hvað menn hafa verið að gera í nafni Islam. Þetta er hættulegur leikur. Síðast bara í Brussel. Maður getur samt aldrei lifað í einhverjum ótta. Það er ekkert gott.“Hefur þú lesið Kóraninn?„Nei, ég hef ekki gert það. Það er eflaust meiri hlutinn sem trúir á Kóraninn gott fólk. Menn eru alltaf að skemma málstaðinn sjálfir.“Biblían og Kóraninn deila nú mörgum sögum. Þar er meðal annars skrifað um Jesú.„Já, en Biblían er skrifuð langt á undan. Ég þarf að lesa Kóraninn til þess að mynda mér skoðun á þessu, en ég held að þeir taki mikið úr Gamla testamentinu. Þeir líta á Jesú til dæmis sem spámann en ekki guð.“En er þetta ekki allt sami guðinn sem fólk trúir á?„Okkar er þrenningar Guð. Það er faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Þeir trúa ekki að Jesú sé sonur Guðs. Ég myndi ekki segja að þetta sé sami guðinn því þú verður að hafa Jesú Krist til þess að geta nálgast Guð. Hann er tengingin við faðirinn á himnum.“ Aðspurður um árangur líkir Hilmar verkefni hans og Rúnars við sáningu. Þeir deili fræjum í Kolaportinu en það sé svo sjálfur Guð sem vinni verkið til enda. Ekki náðist í Mansoor Malik við gerð þessara fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira