Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira