Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2016 19:12 Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast hafa ýmsar aðrar leiðir til að knýja fram samninga við fyrirtækið en vonandi þurfi ekki að grípa til allsherjarverkfalls til að knýja fram samninga. Talsmaður fyrirtækisins segir mikla þörf á að hagræða enda hafi ekki verið hagnaður af álverinu frá árinu 2011. Þótt hópur yfirmanna hafi fengið blessun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær til að ganga í störf hafnarverkamanna í Straumsvík, er ljóst að yfirmennirnir hafa ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn. Því er ljóst að flutningaskipið í Straumsvíkurhöfn fer þaðan án þess að vera fulllestað. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir verkalýðsfélögin í álverinu íhuga næstu skref eftir að sýslumaður samþykkti í gær að 15 yfirmenn, þar af fimm stjórnarmenn og þrír af þeim í Frakklandi, mættu skipa út áli í Straumsvík. „Þetta kom okkur verulega á óvart að tólf manns gætu komið hingað inn. Framkvæmdastjórar og skrifstofufólk hér á svæðinu,“ segir Kolbeinn. Honum sýnist þetta fólk ekki ráða vel við verkefnið. Mér sýnist nú dagurinn hafa farið í það hjá þeim að reyna að læra handtökin og hvernig á að koma að vinnu,“ bætir hann við.Hægt að stöðva vinnu á verkstæðumEngan bilbug sé að finna á verkalýðsfélögunum enda fari þetta skip væntanlega hálflestað frá Straumsvík. Margt bendi til að fyrirtækið sé að reyna að þvinga verkalýðshreyfinguna í allsherjarverkfall. „Við eigum ýmislegt annað til að gera. Það er hægt að fara í það að stoppa vinnu á verkstæðum og annað. Það myndi hafa áhrif á þjónustuna við kerskálann og steypuskálann. Um leið og tækin fara að bila seinkar vinnunni. Það er ýmislegt hægt að gera en við skulum bara vona að við þurfum ekki að fara þær leiðir,“ segir Kolbeinn. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið ekki hafa séð hagnað að neinu ráð frá árinu 2011. Fyrirtækið vilji sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu um útvistun tiltekinna verkefna til hagræðingar. „Þannig að það segir sig sjálft að við verðum að leita allra leiða til að hagræða. Það höfum við verið að gera á undanförnum árum á öllum sviðum sem við getum. Söluverðmæti okkar vöru lækkaði á síðasta ári um 28 prósent. Það er ekkert smáræðis högg fyrir okkur,“ segir Ólafur Teitur. Álverið hefur verið lágt um nokkurn tíma og móðurfélag Ísal, Rio Tinto Alcan, hefur lokað nokkrum álverum á undanförnum árum.Er þetta fyrirtæki kannski í hættu með að því verði lokað?„Okkar hlutverk er auðvitað að sjá til þess að það verði ekki. Við höfum fulla trú á framtíðinni ef við fáum að leita þeirra leiða sem við getum til að tryggja hér hagkvæman og góðan rekstur,“ segir Ólafur Teitur Guðnason. Tengdar fréttir Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast hafa ýmsar aðrar leiðir til að knýja fram samninga við fyrirtækið en vonandi þurfi ekki að grípa til allsherjarverkfalls til að knýja fram samninga. Talsmaður fyrirtækisins segir mikla þörf á að hagræða enda hafi ekki verið hagnaður af álverinu frá árinu 2011. Þótt hópur yfirmanna hafi fengið blessun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær til að ganga í störf hafnarverkamanna í Straumsvík, er ljóst að yfirmennirnir hafa ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn. Því er ljóst að flutningaskipið í Straumsvíkurhöfn fer þaðan án þess að vera fulllestað. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir verkalýðsfélögin í álverinu íhuga næstu skref eftir að sýslumaður samþykkti í gær að 15 yfirmenn, þar af fimm stjórnarmenn og þrír af þeim í Frakklandi, mættu skipa út áli í Straumsvík. „Þetta kom okkur verulega á óvart að tólf manns gætu komið hingað inn. Framkvæmdastjórar og skrifstofufólk hér á svæðinu,“ segir Kolbeinn. Honum sýnist þetta fólk ekki ráða vel við verkefnið. Mér sýnist nú dagurinn hafa farið í það hjá þeim að reyna að læra handtökin og hvernig á að koma að vinnu,“ bætir hann við.Hægt að stöðva vinnu á verkstæðumEngan bilbug sé að finna á verkalýðsfélögunum enda fari þetta skip væntanlega hálflestað frá Straumsvík. Margt bendi til að fyrirtækið sé að reyna að þvinga verkalýðshreyfinguna í allsherjarverkfall. „Við eigum ýmislegt annað til að gera. Það er hægt að fara í það að stoppa vinnu á verkstæðum og annað. Það myndi hafa áhrif á þjónustuna við kerskálann og steypuskálann. Um leið og tækin fara að bila seinkar vinnunni. Það er ýmislegt hægt að gera en við skulum bara vona að við þurfum ekki að fara þær leiðir,“ segir Kolbeinn. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið ekki hafa séð hagnað að neinu ráð frá árinu 2011. Fyrirtækið vilji sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu um útvistun tiltekinna verkefna til hagræðingar. „Þannig að það segir sig sjálft að við verðum að leita allra leiða til að hagræða. Það höfum við verið að gera á undanförnum árum á öllum sviðum sem við getum. Söluverðmæti okkar vöru lækkaði á síðasta ári um 28 prósent. Það er ekkert smáræðis högg fyrir okkur,“ segir Ólafur Teitur. Álverið hefur verið lágt um nokkurn tíma og móðurfélag Ísal, Rio Tinto Alcan, hefur lokað nokkrum álverum á undanförnum árum.Er þetta fyrirtæki kannski í hættu með að því verði lokað?„Okkar hlutverk er auðvitað að sjá til þess að það verði ekki. Við höfum fulla trú á framtíðinni ef við fáum að leita þeirra leiða sem við getum til að tryggja hér hagkvæman og góðan rekstur,“ segir Ólafur Teitur Guðnason.
Tengdar fréttir Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31
Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07