Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2016 16:00 Hallgerður Hauksdóttir segir hjólamanninn Hlöðver Bernharð bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“ Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00