Hreiðar Már stefnir ríkinu: Segir sérstakan hafa nýtt sér tengsl við dómara og skjöl verið fölsuð Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 05:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Þetta kemur fram í grein Hreiðars Más sem nefnist Að velja sér sinn dómara og birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hreiðar Már á að Embætti sérstaks saksóknara hefði fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Þá var Benedikt Bogason dómari við Héraðsdóm Vesturlands, en hann er í dag Hæstaréttardómari.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAHreiðar furðar sig á þessari ákvörðun Embættis sérstaks saksóknara að leita til Héraðsdóms Vesturlands því embættið var með aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og höfðu lögheimili erlendis. „Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í Lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði,“ segir Hreiðar Már í greininni.Benedikt Bogason.Hreiðar segir að undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur honum hafi komið fram í vitnisburði fyrrverandi lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason hafi skáldað upp þinghald og falsað skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. „Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. „Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.“ Tengdar fréttir Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Þetta kemur fram í grein Hreiðars Más sem nefnist Að velja sér sinn dómara og birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hreiðar Már á að Embætti sérstaks saksóknara hefði fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Þá var Benedikt Bogason dómari við Héraðsdóm Vesturlands, en hann er í dag Hæstaréttardómari.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAHreiðar furðar sig á þessari ákvörðun Embættis sérstaks saksóknara að leita til Héraðsdóms Vesturlands því embættið var með aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og höfðu lögheimili erlendis. „Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í Lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði,“ segir Hreiðar Már í greininni.Benedikt Bogason.Hreiðar segir að undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur honum hafi komið fram í vitnisburði fyrrverandi lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason hafi skáldað upp þinghald og falsað skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. „Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. „Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.“
Tengdar fréttir Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00