Hreiðar Már stefnir ríkinu: Segir sérstakan hafa nýtt sér tengsl við dómara og skjöl verið fölsuð Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 05:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Þetta kemur fram í grein Hreiðars Más sem nefnist Að velja sér sinn dómara og birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hreiðar Már á að Embætti sérstaks saksóknara hefði fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Þá var Benedikt Bogason dómari við Héraðsdóm Vesturlands, en hann er í dag Hæstaréttardómari.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAHreiðar furðar sig á þessari ákvörðun Embættis sérstaks saksóknara að leita til Héraðsdóms Vesturlands því embættið var með aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og höfðu lögheimili erlendis. „Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í Lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði,“ segir Hreiðar Már í greininni.Benedikt Bogason.Hreiðar segir að undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur honum hafi komið fram í vitnisburði fyrrverandi lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason hafi skáldað upp þinghald og falsað skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. „Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. „Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.“ Tengdar fréttir Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Þetta kemur fram í grein Hreiðars Más sem nefnist Að velja sér sinn dómara og birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hreiðar Már á að Embætti sérstaks saksóknara hefði fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Þá var Benedikt Bogason dómari við Héraðsdóm Vesturlands, en hann er í dag Hæstaréttardómari.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAHreiðar furðar sig á þessari ákvörðun Embættis sérstaks saksóknara að leita til Héraðsdóms Vesturlands því embættið var með aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og höfðu lögheimili erlendis. „Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í Lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði,“ segir Hreiðar Már í greininni.Benedikt Bogason.Hreiðar segir að undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur honum hafi komið fram í vitnisburði fyrrverandi lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason hafi skáldað upp þinghald og falsað skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. „Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Már. „Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.“
Tengdar fréttir Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Að velja sér sinn dómara Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. 12. desember 2016 07:00