Segir enn vera þörf á sérstöku kvennaorlofi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Svanhvít Jónsdóttir í orlofsnefnd húsmæðra segir enn þörf á sérstökum ferðum fyrir eldri konur. vísir/pjetur „Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira