Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 14:44 Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira