Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 14:44 Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira