Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 21:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira