Veislunni bjargað á ögurstundu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 06:00 Alfreð Finnbogason baðar út öllum öngum eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands. vísir/anton brink Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mínútur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heimavelli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strákarnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fótboltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum.Nagli á höfuð hjá Kára Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega?Gylfi og Kári fagna marki hins síðarnefnd í gærkvöldi.Vísir/Anton BrinkFokið í flest þegar Gylfi klúðrar víti Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapaðist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrnum. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnarleik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spilamennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í uppbótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39 Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15 Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Sjá meira
Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mínútur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heimavelli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strákarnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fótboltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum.Nagli á höfuð hjá Kára Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega?Gylfi og Kári fagna marki hins síðarnefnd í gærkvöldi.Vísir/Anton BrinkFokið í flest þegar Gylfi klúðrar víti Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapaðist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrnum. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnarleik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spilamennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í uppbótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39 Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15 Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Sjá meira
Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39
Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15
Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18