Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2016 20:45 Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15