Fundu ferðamann í tjaldi á fjórtándu holu Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2016 14:56 „Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni,“ segir Hjörtur. Mynd/Hjörtur Brynjarsson Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira