1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 12:55 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving. Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving.
Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40