Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 16:22 Lars Lagerbäck gefur sér ekki mikinn tíma til að horfa á EM á meðan hann er á EM. vísir/vilhelm „Þetta er alveg frábær staður sem við fundum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar blaðamaður Vísis settist með honum úti á verönd á liðshóteli strákanna okkar í Annecy í dag. Sólin skín í Annecy og bærinn skartar sínu fegursta. Strákarnir hafa það gott á hótelinu sem og þjálfararnir og starfsliðið og Lars er ánægður. „Ef við horfum bara á þetta landfræðilega þá erum við að frábærum stað. Svo erum við alveg einir sem ég hef aldrei upplifað áður,“ sagði Svíinn. „Leikmennirnir hafa allt til alls hérna á hótelinu; sjúkraherbergið, afþreyingu, matsalinn, fundarsalinn, ræktina. Bara allt er í hjarta hótelsins. Vegna þess er þetta alveg frábært. Ég er ekkert að leita að neinum lúxus þegar kemur að hótelum heldur þægindum.“ „Við gistum aldrei svona þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við vorum alltaf á stærri hótelum,“ sagði Lars. Nokkrir strákanna og hluti af starfsliðinu sat í mestu makindum í öðrum af tveimur „bíósölum“ hótelsins og fylgdist með leik Sviss og Albaníu. Lars var ekki þar á meðal þar sem hann var upptekinn í viðtölum. „Vanalega hefur maður ekki tíma til að horfa á leikina en maður reynir alltaf að sjá eins mikið og hægt er. Ég vel samt alltaf leikina út frá því hvort við gætum mætt öðru hvoru liðinu eða báðum seinna meir eða hvort ég þekki viðkomandi lið einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Lars.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Heimaþjóð hans, Svíþjóð, er hin Norðurlandaþjóðin á Evrópumótinu en eins og allir vita þjálfaði Lars Svíana um árabil og fór með þá á fimm stórmót. Hann stefnir ekkert sérstaklega að því að fylgjast með "sínum" mönnum. „Ég hef ekki séð Svíþjóð spila í beinni í mörg ár eða síðan ég byrjaði að þjálfa Ísland. Ég hef ekki séð heilan leik einu sinni. Ég hef bara séð hluta af leikjunum en ég þekki þá nú ansi vel,“ sagði Lars Lagerbäck brosandi að lokum. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
„Þetta er alveg frábær staður sem við fundum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar blaðamaður Vísis settist með honum úti á verönd á liðshóteli strákanna okkar í Annecy í dag. Sólin skín í Annecy og bærinn skartar sínu fegursta. Strákarnir hafa það gott á hótelinu sem og þjálfararnir og starfsliðið og Lars er ánægður. „Ef við horfum bara á þetta landfræðilega þá erum við að frábærum stað. Svo erum við alveg einir sem ég hef aldrei upplifað áður,“ sagði Svíinn. „Leikmennirnir hafa allt til alls hérna á hótelinu; sjúkraherbergið, afþreyingu, matsalinn, fundarsalinn, ræktina. Bara allt er í hjarta hótelsins. Vegna þess er þetta alveg frábært. Ég er ekkert að leita að neinum lúxus þegar kemur að hótelum heldur þægindum.“ „Við gistum aldrei svona þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við vorum alltaf á stærri hótelum,“ sagði Lars. Nokkrir strákanna og hluti af starfsliðinu sat í mestu makindum í öðrum af tveimur „bíósölum“ hótelsins og fylgdist með leik Sviss og Albaníu. Lars var ekki þar á meðal þar sem hann var upptekinn í viðtölum. „Vanalega hefur maður ekki tíma til að horfa á leikina en maður reynir alltaf að sjá eins mikið og hægt er. Ég vel samt alltaf leikina út frá því hvort við gætum mætt öðru hvoru liðinu eða báðum seinna meir eða hvort ég þekki viðkomandi lið einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Lars.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Heimaþjóð hans, Svíþjóð, er hin Norðurlandaþjóðin á Evrópumótinu en eins og allir vita þjálfaði Lars Svíana um árabil og fór með þá á fimm stórmót. Hann stefnir ekkert sérstaklega að því að fylgjast með "sínum" mönnum. „Ég hef ekki séð Svíþjóð spila í beinni í mörg ár eða síðan ég byrjaði að þjálfa Ísland. Ég hef ekki séð heilan leik einu sinni. Ég hef bara séð hluta af leikjunum en ég þekki þá nú ansi vel,“ sagði Lars Lagerbäck brosandi að lokum. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51