Katrín segir kerfið orðið viðskila við réttlætið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2016 19:29 Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira