Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol. Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol.
Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent