Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 19:00 Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira