Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 19:00 Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira