Fara fram á að fá að fæða í Eyjum: Segja ástandið óboðlegt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 10:40 Íbúar í Vestmannaeyjum safna undirskriftum fyrir heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna. vísir/getty Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira