Fótbolti

Lyngby skellti AGF niður á jörðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur stóð fyrir sínu í vörn Lyngby.
Hallgrímur stóð fyrir sínu í vörn Lyngby. vísir/getty
AGF tókst ekki að fylgja stórsigrinum á Horsens í síðustu umferð eftir þegar liðið tók á móti Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Jeppe Kjaer, framherji Lyngby, á 69. mínútu. Lokatölur 0-1, Lyngby í vil.

Fjórum mínútum síðar var samherji hans, Martin Ornskov, rekinn af velli en AGF tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í miðri vörn Lyngby sem er í 5. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 19 leiki.

Björn Daníel Sverrisson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði AGF en voru teknir af velli í seinni hálfleik.

AGF er í 10. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 19 leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×