Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 11:40 Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og malefni sín fyrir kjósendum. Myndvinnsla/Garðar Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann. Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann.
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“