Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur MS braut ekki lög með verðlagningu sinni á hráefnum til mjólkurframleiðslu segir í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við erum að fara yfir úrskurðinn en erum hugsi yfir honum. Í honum virðist vera lögð til grundvallar önnur túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga heldur en við og áfrýjunarnefnd höfum byggt á hingað til,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.„Ef þetta er niðurstaðan þá er hætta á því að búið sé að víkja, að hluta til og að verulegu leyti, til hliðar þeirri réttarvernd sem bannið við misnotkun á markaðsráðandi stöðu veitir bæði minni fyrirtækjum og neytendum og bændum á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Málið á rætur að rekja til ársins 2007 þegar afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Osta- og smjörsalan, runnu saman í eina samsteypu, Mjólkursamsöluna (MS). Árið 2012 kvartaði Mjólkurbúið til Samkeppniseftirlitsins og bar því við að það þyrfti að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir hrámjólk heldur en keppinautar þess á markaði. Í kjölfarið hófst rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem lauk með ákvörðun árið 2014 en sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ný ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í sumar en þar var komist að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið gegn 11. grein samkeppnislaga og hefði að auki leynt gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. MS var gert að greiða alls 480 milljónir í sekt vegna þessa. Niðurstöðunni var áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin er skipuð þremur mönnum og klofnaði hún í afstöðu sinni. Bæði meiri- og minnihluti voru sammála um að undanþáguheimildir búvörulaga væru sértækari en Samkeppnislög og kæmu því til álita við úrlausn málsins. Hins vegar voru nefndarmenn ekki sammála um hvort framlegðarsamkomulag MS og KS, frá árinu 2008, rúmist innan undanþágu búvörulaga.Ari Edwald, forstjóri MSvísir/stefánAð mati meirihlutans er það svo en minnihlutinn, Jóhannes Karl Sveinsson formaður, taldi aðilum heimilt að gera samkomulag sín á milli um verkaskiptingu. Hins vegar sé útilokað að samkomulag um kaup MS á mjólk á lægra verði geti talist þáttur í verkaskiptingu sem heimil er samkvæmt búvörulögum. Því sé rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Bæði meiri- og minnihluti telur rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sekt sökum þess að MS hafi leynt gögnum fyrir eftirlitinu. Fjörutíu milljóna króna sektin fyrir að leyna gögnum var staðfest en 440 milljóna sektin fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu var felld niður. Félag atvinnurekenda sendi í gærkvöld frá sér áskorun til Alþingis um að „afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum“. Það sé staðfest að Mjólkursamsalan leyndi gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu. „FA telur ótækt að fyrirtæki sem grunuð eru um samkeppnislagabrot komist upp með að tefja mál með því að leyna gögnum fyrir yfirvöldum.“ Páll Gunnar segir ekki hafa verið ákveðið hvort Samkeppniseftirlitið beri niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dómstóla. „Það er auðvitað það sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ari Edwald, forstjóri MS, segir í yfirlýsingu að samkvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. „Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur.“ Af hálfu Mjólkursamsölunnar var meðal annars byggt á því að Páll Gunnar hefði verið vanhæfur við meðferð málsins og því bæri að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ekki var fallist á röksemdir MS í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
MS braut ekki lög með verðlagningu sinni á hráefnum til mjólkurframleiðslu segir í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við erum að fara yfir úrskurðinn en erum hugsi yfir honum. Í honum virðist vera lögð til grundvallar önnur túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga heldur en við og áfrýjunarnefnd höfum byggt á hingað til,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.„Ef þetta er niðurstaðan þá er hætta á því að búið sé að víkja, að hluta til og að verulegu leyti, til hliðar þeirri réttarvernd sem bannið við misnotkun á markaðsráðandi stöðu veitir bæði minni fyrirtækjum og neytendum og bændum á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Málið á rætur að rekja til ársins 2007 þegar afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Osta- og smjörsalan, runnu saman í eina samsteypu, Mjólkursamsöluna (MS). Árið 2012 kvartaði Mjólkurbúið til Samkeppniseftirlitsins og bar því við að það þyrfti að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir hrámjólk heldur en keppinautar þess á markaði. Í kjölfarið hófst rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem lauk með ákvörðun árið 2014 en sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ný ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í sumar en þar var komist að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið gegn 11. grein samkeppnislaga og hefði að auki leynt gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. MS var gert að greiða alls 480 milljónir í sekt vegna þessa. Niðurstöðunni var áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin er skipuð þremur mönnum og klofnaði hún í afstöðu sinni. Bæði meiri- og minnihluti voru sammála um að undanþáguheimildir búvörulaga væru sértækari en Samkeppnislög og kæmu því til álita við úrlausn málsins. Hins vegar voru nefndarmenn ekki sammála um hvort framlegðarsamkomulag MS og KS, frá árinu 2008, rúmist innan undanþágu búvörulaga.Ari Edwald, forstjóri MSvísir/stefánAð mati meirihlutans er það svo en minnihlutinn, Jóhannes Karl Sveinsson formaður, taldi aðilum heimilt að gera samkomulag sín á milli um verkaskiptingu. Hins vegar sé útilokað að samkomulag um kaup MS á mjólk á lægra verði geti talist þáttur í verkaskiptingu sem heimil er samkvæmt búvörulögum. Því sé rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Bæði meiri- og minnihluti telur rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sekt sökum þess að MS hafi leynt gögnum fyrir eftirlitinu. Fjörutíu milljóna króna sektin fyrir að leyna gögnum var staðfest en 440 milljóna sektin fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu var felld niður. Félag atvinnurekenda sendi í gærkvöld frá sér áskorun til Alþingis um að „afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum“. Það sé staðfest að Mjólkursamsalan leyndi gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu. „FA telur ótækt að fyrirtæki sem grunuð eru um samkeppnislagabrot komist upp með að tefja mál með því að leyna gögnum fyrir yfirvöldum.“ Páll Gunnar segir ekki hafa verið ákveðið hvort Samkeppniseftirlitið beri niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dómstóla. „Það er auðvitað það sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ari Edwald, forstjóri MS, segir í yfirlýsingu að samkvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. „Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur.“ Af hálfu Mjólkursamsölunnar var meðal annars byggt á því að Páll Gunnar hefði verið vanhæfur við meðferð málsins og því bæri að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ekki var fallist á röksemdir MS í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira