Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 13:44 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði að skírninni og kennslunni sé ekki þvingað upp á fólk. „Menningararfur okkar Íslendinga byggist meðal annars á kristinni trú. Það er því í hæsta máta undarlegt ef sá arfur væri útilokaður frá næstu kynslóðum. Í ljósi orða Jesús, þar sem hann sendi lærisveinana út í heiminn til að skýra og kenna, væri það líka í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu,“ sagði Agnes í predikun sinni. Nokkuð hefur verið rætt um kirkjuheimsóknir skólabarna að undanförnu, en Píratar fyrst og fremst vilja ekki að börn fari í kirkju á skólatíma og segja það trúboð. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafa deilt mjög um málið síðustu vikur. „Skoðun felur í sér vald þegar hún er farin að stýra því sem gert er eða sagt. Það er enginn Ágústus hér á landi árið 2016 sem segir fólki hvað það á að gera heldur ríkir hér tjáningarfrelsi. Leyfi til að hafa ýmsar skoðanir og láta þær í ljós,“ sagði Agnes og vísaði í kjölfarið í stjórnarskrána. „Það er meira að segja stjórnarskrárvarið frelsi því í 73. grein stjórnarskrárinnar segir: Allir menn eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“ Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Bítinu um kirkjuheimsóknir barna: „Helgi er ekki nógu gamall, hann á eftir að fatta þetta“ Helgi Hrafn vill meina að um hreint og klárt trúboð sé að ræða en Ásmundur er ekki á sama máli. 12. desember 2016 14:30 Helgi Hrafn svarar Ásmundi: „Þetta snýst um trúboð og ekkert annað“ „Hvers vegna telur kristnin sig, ein allra trúarbragða á Íslandi, þurfa að blanda sér í lögbundna skólaskyldu til að breiða út sína trú?“ spyr Helgi Hrafn Gunnarsson. 9. desember 2016 12:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði að skírninni og kennslunni sé ekki þvingað upp á fólk. „Menningararfur okkar Íslendinga byggist meðal annars á kristinni trú. Það er því í hæsta máta undarlegt ef sá arfur væri útilokaður frá næstu kynslóðum. Í ljósi orða Jesús, þar sem hann sendi lærisveinana út í heiminn til að skýra og kenna, væri það líka í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu,“ sagði Agnes í predikun sinni. Nokkuð hefur verið rætt um kirkjuheimsóknir skólabarna að undanförnu, en Píratar fyrst og fremst vilja ekki að börn fari í kirkju á skólatíma og segja það trúboð. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafa deilt mjög um málið síðustu vikur. „Skoðun felur í sér vald þegar hún er farin að stýra því sem gert er eða sagt. Það er enginn Ágústus hér á landi árið 2016 sem segir fólki hvað það á að gera heldur ríkir hér tjáningarfrelsi. Leyfi til að hafa ýmsar skoðanir og láta þær í ljós,“ sagði Agnes og vísaði í kjölfarið í stjórnarskrána. „Það er meira að segja stjórnarskrárvarið frelsi því í 73. grein stjórnarskrárinnar segir: Allir menn eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“
Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Bítinu um kirkjuheimsóknir barna: „Helgi er ekki nógu gamall, hann á eftir að fatta þetta“ Helgi Hrafn vill meina að um hreint og klárt trúboð sé að ræða en Ásmundur er ekki á sama máli. 12. desember 2016 14:30 Helgi Hrafn svarar Ásmundi: „Þetta snýst um trúboð og ekkert annað“ „Hvers vegna telur kristnin sig, ein allra trúarbragða á Íslandi, þurfa að blanda sér í lögbundna skólaskyldu til að breiða út sína trú?“ spyr Helgi Hrafn Gunnarsson. 9. desember 2016 12:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Snörp orðaskipti í Bítinu um kirkjuheimsóknir barna: „Helgi er ekki nógu gamall, hann á eftir að fatta þetta“ Helgi Hrafn vill meina að um hreint og klárt trúboð sé að ræða en Ásmundur er ekki á sama máli. 12. desember 2016 14:30
Helgi Hrafn svarar Ásmundi: „Þetta snýst um trúboð og ekkert annað“ „Hvers vegna telur kristnin sig, ein allra trúarbragða á Íslandi, þurfa að blanda sér í lögbundna skólaskyldu til að breiða út sína trú?“ spyr Helgi Hrafn Gunnarsson. 9. desember 2016 12:47