Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 18:57 „Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26