Sátt í sjónmáli við norsku barnaverndina Andri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið. mynd/úr einkasafni Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofnana hér og í Noregi, en norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá lokaniðurstöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfirvöldum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengsins. Eftir að móðirin var svipt forræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að velferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Ágætar líkur eru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að ætti að vera í forsjá norskra yfirvalda verði fóstraður hér á landi. Samskipti þess efnis hafa nú átt sér stað í nokkurn tíma milli stofnana hér og í Noregi, en norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá lokaniðurstöðu um forsjá drengsins áður en ákvörðun yrði tekin. Sú niðurstaða fékkst í gær þegar Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að barnaverndaryfirvöld í Kristiansand ættu að fara með forsjá drengins og að afhenda skyldi hann þeim yfirvöldum. Aðkomu norskra yfirvalda að málinu má rekja til grunsemda um vanrækslu af hálfu móður drengsins. Eftir að móðirin var svipt forræði ákvað amma hans að fara með drenginn til Íslands í leyfisleysi. Pattstaða hefur verið í málinu síðan í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið á viðkvæmu stigi. Barnaverndarstofa hefur boðið norskum yfirvöldum aðstoð við að finna fósturforeldra hér á landi og hefur raunar hafið vinnu við það. Til greina kæmi að það yrði eitthvert af skyldmennum drengsins hér á landi sem tæki drenginn í fóstur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru aðstandendur drengsins í bæði móður- og föðurætt sáttir við slíka tilhögun. Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. Sem fyrr segir herma heimildir Fréttablaðsins úr stjórnkerfinu að ágætar líkur séu á að norsk yfirvöld fallist á þessa lausn. Áhersla sé þó lögð á það úr þeirri átt að faglegt ferli eigi sér stað við mat á hæfum fósturforeldrum og að velferð barnsins verði tryggð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi fyrir utan það að samstarf væri í gangi um lausn sem væri drengnum fyrir bestu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira