Þjóðernissinnar að ná stjórnartaumunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2016 07:00 Stuðningsfólk þýska AfD-flokksins gekk sigri hrósandi um götur í Erfurt í Þýskalandi á mánudaginn, eftir að flokkurinn hafði náð góðum árangri í landsþingskosningum í Berlín. Vísir/EPA Félagar í þýska stjórnmálaflokknum Alternative für Deutschland eru kampakátir þessa dagana. Þeir hafa náð góðum árangri í kosningum í hverju sambandslandinu í Þýskalandi á fætur öðru undanfarið. Ýmsir aðrir fyllast þó óhug, sjá flokkinn nærast á því að kynda undir ótta fólks við flóttafólk og útlendinga almennt. Þannig fitni hann eins og púkinn á fjósbitanum. Nafn flokksins þýðir Valkostur fyrir Þýskaland. Hann vill bjóða fólki upp á aðra nálgun en gömlu flokkarnir, einkum hvað varðar málefni útlendinga. „Það er hneykslanlegt og í hæsta máta ógnvekjandi hvernig ríkið hefur brugðist,“ sagði til dæmis Georg Pazderski, leiðtogi flokksdeildarinnar í Berlín, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér nú í vikunni. „Hælisleitendur gera það sem þeim sýnist og gömlu flokkarnir verja þá og styðja í því.“ Flokkurinn mælist nú með 16 prósenta fylgi á landsvísu samkvæmt nýrri skoðanakönnun þýska sjónvarpsins ARD, og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkur Þýskalands, næst á eftir Kristilegum demókrötum, sem mælast með 32 prósent, og Sósíaldemókrötum sem mælast með 22 prósent.Þjóðernishyggja vexÞessi nýi stjórnmálaflokkur þjóðernissinna, stofnaður vorið 2013, er samkvæmt þessu orðinn stærri en Græningjar sem mælast með tólf prósent, Vinstriflokkurinn sem mælist með átta prósent og Frjálsir demókratar sem mælast með sex prósent. Þetta vaxandi fylgi hefur skilað sér inn í kosningar í hverju sambandslandi Þýskalands á eftir öðru síðustu misserin, nú síðast í höfuðborginni Berlín þar sem flokkurinn fékk 14 prósent atkvæða og er kominn með 25 fulltrúa á landsþingið í Berlín. Landsþingið í Berlín er eitt af sextán landsþingum í Þýskalandi. Hvert sambandslandanna sextán hefur nefnilega sitt landsþing og sína landsstjórn. Á næsta ári verða kosningar til þýska sambandsþingsins, og samkvæmt árangri flokksins undanfarið bendir allt til þess að hann eigi greiða leið þangað inn í fyrsta sinn. Angela Merkel Þýskalandskanslari brást við þessari þróun nú í byrjun vikunnar, eftir að úrslitin í landsþingskosningunum í Berlín lágu fyrir, með því að viðurkenna að mörg mistök hefðu verið gerð í málefnum flóttamanna. „Um tíma misstum við stjórnina,“ sagði hún. „Enginn vill að ástandið frá í fyrra endurtaki sig, ekki ég heldur.” Leiðtogar AfD eru hins vegar í sjöunda himni: „Árið 2017 mun Angela Merkel þurfa að berjast fyrir pólitísku lífi sínu og AfD verður þriðja stærsta stjórnmálaaflið í Þýskalandi, að minnsta kosti,“ sagði Beatrix von Storch, varaleiðtogi flokksins. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Félagar í þýska stjórnmálaflokknum Alternative für Deutschland eru kampakátir þessa dagana. Þeir hafa náð góðum árangri í kosningum í hverju sambandslandinu í Þýskalandi á fætur öðru undanfarið. Ýmsir aðrir fyllast þó óhug, sjá flokkinn nærast á því að kynda undir ótta fólks við flóttafólk og útlendinga almennt. Þannig fitni hann eins og púkinn á fjósbitanum. Nafn flokksins þýðir Valkostur fyrir Þýskaland. Hann vill bjóða fólki upp á aðra nálgun en gömlu flokkarnir, einkum hvað varðar málefni útlendinga. „Það er hneykslanlegt og í hæsta máta ógnvekjandi hvernig ríkið hefur brugðist,“ sagði til dæmis Georg Pazderski, leiðtogi flokksdeildarinnar í Berlín, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér nú í vikunni. „Hælisleitendur gera það sem þeim sýnist og gömlu flokkarnir verja þá og styðja í því.“ Flokkurinn mælist nú með 16 prósenta fylgi á landsvísu samkvæmt nýrri skoðanakönnun þýska sjónvarpsins ARD, og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkur Þýskalands, næst á eftir Kristilegum demókrötum, sem mælast með 32 prósent, og Sósíaldemókrötum sem mælast með 22 prósent.Þjóðernishyggja vexÞessi nýi stjórnmálaflokkur þjóðernissinna, stofnaður vorið 2013, er samkvæmt þessu orðinn stærri en Græningjar sem mælast með tólf prósent, Vinstriflokkurinn sem mælist með átta prósent og Frjálsir demókratar sem mælast með sex prósent. Þetta vaxandi fylgi hefur skilað sér inn í kosningar í hverju sambandslandi Þýskalands á eftir öðru síðustu misserin, nú síðast í höfuðborginni Berlín þar sem flokkurinn fékk 14 prósent atkvæða og er kominn með 25 fulltrúa á landsþingið í Berlín. Landsþingið í Berlín er eitt af sextán landsþingum í Þýskalandi. Hvert sambandslandanna sextán hefur nefnilega sitt landsþing og sína landsstjórn. Á næsta ári verða kosningar til þýska sambandsþingsins, og samkvæmt árangri flokksins undanfarið bendir allt til þess að hann eigi greiða leið þangað inn í fyrsta sinn. Angela Merkel Þýskalandskanslari brást við þessari þróun nú í byrjun vikunnar, eftir að úrslitin í landsþingskosningunum í Berlín lágu fyrir, með því að viðurkenna að mörg mistök hefðu verið gerð í málefnum flóttamanna. „Um tíma misstum við stjórnina,“ sagði hún. „Enginn vill að ástandið frá í fyrra endurtaki sig, ekki ég heldur.” Leiðtogar AfD eru hins vegar í sjöunda himni: „Árið 2017 mun Angela Merkel þurfa að berjast fyrir pólitísku lífi sínu og AfD verður þriðja stærsta stjórnmálaaflið í Þýskalandi, að minnsta kosti,“ sagði Beatrix von Storch, varaleiðtogi flokksins.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila