Harðar árásir á íbúa í Aleppo 24. september 2016 07:00 Sýrlenskur hjálparstarfsmaður í Aleppo kannar skemmdirnar eftir loftárás á bækistöð björgunarsveitanna. Nordicphotos/AFP Sýrland Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálparstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamiðstöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt takmarkaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni.Í verkahring Rússa að halda aftur af sýrlandsherJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætlanir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af uppreisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Sýrland Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálparstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamiðstöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt takmarkaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni.Í verkahring Rússa að halda aftur af sýrlandsherJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætlanir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af uppreisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kostað hundruð þúsunda lífið.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira