Harðar árásir á íbúa í Aleppo 24. september 2016 07:00 Sýrlenskur hjálparstarfsmaður í Aleppo kannar skemmdirnar eftir loftárás á bækistöð björgunarsveitanna. Nordicphotos/AFP Sýrland Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálparstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamiðstöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt takmarkaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni.Í verkahring Rússa að halda aftur af sýrlandsherJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætlanir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af uppreisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Sýrland Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálparstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamiðstöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt takmarkaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni.Í verkahring Rússa að halda aftur af sýrlandsherJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætlanir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af uppreisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kostað hundruð þúsunda lífið.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira