Lítið framboð fasteigna hefur hægt á markaðinum Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2016 10:00 Formaður Félags fasteignasala segir algjöran skort á íbúðum á 40 milljónir króna eða minna. Vegna framboðsskorts er salan farin að minnka. Fréttablaðið/Anton Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. „Það er minna framboð af eignum úti á markaðnum. Þar af leiðandi eru færri tækifæri fyrir kaupendur sem hefur leitt til þess að salan hefur dregist aðeins saman,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. Samkvæmt tölum Þjóðskrár var 636 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum og nam heildarveltan 28,9 milljörðum króna, en í september 2015 var 875 kaupsamningum þinglýst og veltan 36,2 milljarðar. Samdrátturinn í fjölda samninga er 27,3 prósent. Sama mynstur var uppi í ágúst þegar 624 samningum var þinglýst miðað við 780 árið á undan Kjartan segir að stærsti kaupendahópurinn sækist eftir íbúðum sem kosta 40 milljónir eða minna. „Það er svo til engar nýbyggingar að fá fyrir þann hóp,“ segir hann og bætir við að þær nýbyggingar sem hafi verið í sölu hafi einkum verið verðlagðar á 50 til 60 milljónir eða meira. Ekki sé útlit fyrir að framboð af ódýrari eignum aukist á næstunni. Þá bendir Kjartan á að húsnæðisverð hafi hækkað mikið, einkum á þessu ári. Það hafi leitt til þess að sumar eignir seljist hreinlega ekki. „Markaðurinn er miklu meðvitaðri í dag en hann var til dæmis árið 2007, þegar þú varst hvort sem er að fá allt lánað. Þú þarft að hafa þitt eigið fé núna og það hefur áhrif,“ segir hann. Kjartan segir einna mest framboð á nýjum íbúðum vera í Garðabæ og Kópavogi, en einnig Hafnarfirði. „Það má ekki gleyma því að eitt það hverfi sem hefur hækkað hvað mest eru Vellirnir. Það er hverfi sem hefur hækkað hvað mest,“ segir Kjartan. Það hverfi hafi allt sem þarf. „Allir innviðir eru þarna. Þú ert með Haukana þarna og flotta íþróttaaðstöðu, allar verslanir þarna komnar upp og sérbýli og blokkir í bland. Það var mikið gert grín að þessu hverfi lengi vel. En ég held eftir á að hyggja að þessi hugmynd hafi gengið upp,“ segir Kjartan. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. „Það er minna framboð af eignum úti á markaðnum. Þar af leiðandi eru færri tækifæri fyrir kaupendur sem hefur leitt til þess að salan hefur dregist aðeins saman,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. Samkvæmt tölum Þjóðskrár var 636 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum og nam heildarveltan 28,9 milljörðum króna, en í september 2015 var 875 kaupsamningum þinglýst og veltan 36,2 milljarðar. Samdrátturinn í fjölda samninga er 27,3 prósent. Sama mynstur var uppi í ágúst þegar 624 samningum var þinglýst miðað við 780 árið á undan Kjartan segir að stærsti kaupendahópurinn sækist eftir íbúðum sem kosta 40 milljónir eða minna. „Það er svo til engar nýbyggingar að fá fyrir þann hóp,“ segir hann og bætir við að þær nýbyggingar sem hafi verið í sölu hafi einkum verið verðlagðar á 50 til 60 milljónir eða meira. Ekki sé útlit fyrir að framboð af ódýrari eignum aukist á næstunni. Þá bendir Kjartan á að húsnæðisverð hafi hækkað mikið, einkum á þessu ári. Það hafi leitt til þess að sumar eignir seljist hreinlega ekki. „Markaðurinn er miklu meðvitaðri í dag en hann var til dæmis árið 2007, þegar þú varst hvort sem er að fá allt lánað. Þú þarft að hafa þitt eigið fé núna og það hefur áhrif,“ segir hann. Kjartan segir einna mest framboð á nýjum íbúðum vera í Garðabæ og Kópavogi, en einnig Hafnarfirði. „Það má ekki gleyma því að eitt það hverfi sem hefur hækkað hvað mest eru Vellirnir. Það er hverfi sem hefur hækkað hvað mest,“ segir Kjartan. Það hverfi hafi allt sem þarf. „Allir innviðir eru þarna. Þú ert með Haukana þarna og flotta íþróttaaðstöðu, allar verslanir þarna komnar upp og sérbýli og blokkir í bland. Það var mikið gert grín að þessu hverfi lengi vel. En ég held eftir á að hyggja að þessi hugmynd hafi gengið upp,“ segir Kjartan.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira