

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var svekktur með tapið fyrir Skotlandi í kvöld en sagði það ekki skyggja á frábæra frammistöðu Íslands í undankeppni EM 2017.
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar.
Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 2-1.
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi 2-1 í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar.