Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Þingmaðurinn Róbert Marshall minntist á raðir við gjaldtækin á miðvikudag. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær, sunnudag, var það sama uppi á teningnum og ein vélin biluð. Fréttablaðið/Anton Brink Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira