"Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2016 19:30 Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís. Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís.
Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00