Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:41 Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent