Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. maí 2016 18:45 Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira