Fólk skilur ekki af hverju Retro Stefson er að hætta Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:35 Retro Stefson á æfingu fyrir lokatónleikana. Vísir/Ernir Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Sjá meira
Á morgun, föstudag, verða lokatónleikar hljómsveitarinnar Retro Stefson haldnir í Gamla bíói en sveitin hefur verið starfandi í rétt tæp 11 ár. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari sveitarinnar, segir þessa lokatónleika verða svolítið óvenjulega að vissu leyti. „Þetta verða dálítið langir tónleikar náttúrulega, við verðum að spila slatta af eldra stöffi í bland við nýtt,“ segir Unnsteinn Manuel, söngvari Retro Stefson, um síðustu tónleika hljómsveitarinnar. Aðspurður hvort það fylgi því einhver sorg að Retro Stefson sé að hætta svara Unnsteinn neitandi. „Nei, maður er bara feginn að hætta á meðan það er enn þá gaman að spila. Maður á ekkert að vera að gera neitt of lengi finnst mér, við eigum sko 11 ára afmæli eftir mánuð.“Unnsteinn Manuel.Vísir/EyþórUnnsteinn segir alla í bandinu hafa verið sammála um að nú væri góður tími til að hætta. „Já, það eru líka allir að gera mismunandi hluti núna. Fólk er í háskólanámi eða komið inn í sitt listalíf,“ segir Unnsteinn um þennan fjölbreytta hóp sem skipar hljómsveitina. En aðdáendur Retro Stefson eru víst ekki á sama máli. „Fólk skilur þetta ekki. En ég meina, það er nátt- úrulega erfitt að reka átta manna band. Það var allt öðruvísi þegar maður var kannski nýskriðinn úr menntaskóla. Við vorum mest að túra þegar jafnaldrar okkar voru í heimsreisu eða einhverju þannig. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þetta er góð reynsla, ég myndi ekki vilja skipta þessu út fyrir neitt annað.“ Gaman að spila á Græna hattinumViðbrögðin við því að nú sé Retro Stefson að hætta hafa ekki látið á sér standa og miðar á lokatónleikana rokseldust. „Það eru engir miðar eftir. Það er allt uppselt,“ segir Unnsteinn. En nú þegar þetta tímabil er á enda og Unnsteinn rifjar upp eftirminnilega tónleika og minnisstæð atvik tengd Retro Stefson kemur margt upp í huga hans, meðal annars tónleikar á Norðurlandi. „Við höfum náttúrulega spilað úti um allt. Við höfum spilað í 26 löndum. En það er alltaf mjög gaman að spila á Græna hattinum á Akureyri, það er einstakt. Mér finnst þetta vera einn besti tónleikastaðurinn á landinu, og tónleikagestir eru mættir áður en tónleikarnir byrja, það er alveg einstakt á Íslandi. Ég meina, ef þú ferð á tónleika á Íslandi þá byrja þeir aldrei á réttum tíma því það er alltaf verið að bíða eftir fólki, þeir byrja yfirleitt svona klukkutíma of seint. En á Akureyri er fólk tilbúið að mæta fyrr.“En hvað er það skemmtilegasta við hljómsveitarlífið með Retro Stefson?„Að fá að ferðast er eitt það skemmtilegasta. Það eru líka forréttindi að fá að ferðast með bestu vinum sínum út um allt. Svo hefur verið gaman að fá tækifæri til að spila á tónleikahátíðum.“ Retro Stefson sendi frá sér nýja plötu á jólanótt, hún ber heitið Scandinavian Pain og hefur að geyma fjögur lög. Þessa nýju plötu er núna hægt að finna á Spotify og Soundcloud. „Eftir áramót kemur platan svo út með fleiri lögum, bæði á geisladisk og vínylplötu.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um tónleikana á morgun á Facebook.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Sjá meira