Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 21:22 Ragnar var valinn maður leiksins af UEFA. vísir/epa Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira