Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 19:10 Arnold Schwarzenegger og Robert De Niro við frumsýningu kvikmyndarinnar Maggie á Tribeca-hátíðinni í fyrra. Visir/Ap Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti. Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum. „Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann. „Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15