KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Ólafur M. Magnússon í KÚ segir MS uppvíst að því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum. vísir/stefán „Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi M. Magnússyni, eiganda mjólkurfyrirtækisins KÚ – mjólkurbús. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja 440 milljóna króna sekt á MS fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja hráefni til mjólkurframleiðslu á óeðlilega háu verði til félaga utan MS-samstæðunnar. Hins vegar var staðfest 40 milljóna króna sekt fyrir að halda gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS „fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. Sú niðurstaða sé í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu „Osta- og smjörsölumáli“ frá 2006. „Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði,“ segir í yfirlýsingunni frá Ólafi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði aðspurður í Fréttablaðinu í gær að verið væri að meta hvort úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði borinn undir dómstóla. Ólafur í KÚ skorar á Samkeppniseftirlitið að gera það og vísar í að formaður áfrýjunarnefndarinnar komst að annarri niðurstöðu en hinir tveir nefndarmennirnir og vildi að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins stæði óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi M. Magnússyni, eiganda mjólkurfyrirtækisins KÚ – mjólkurbús. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja 440 milljóna króna sekt á MS fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja hráefni til mjólkurframleiðslu á óeðlilega háu verði til félaga utan MS-samstæðunnar. Hins vegar var staðfest 40 milljóna króna sekt fyrir að halda gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS „fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. Sú niðurstaða sé í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu „Osta- og smjörsölumáli“ frá 2006. „Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði,“ segir í yfirlýsingunni frá Ólafi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði aðspurður í Fréttablaðinu í gær að verið væri að meta hvort úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði borinn undir dómstóla. Ólafur í KÚ skorar á Samkeppniseftirlitið að gera það og vísar í að formaður áfrýjunarnefndarinnar komst að annarri niðurstöðu en hinir tveir nefndarmennirnir og vildi að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins stæði óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27