Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur MS braut ekki lög með verðlagningu sinni á hráefnum til mjólkurframleiðslu segir í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við erum að fara yfir úrskurðinn en erum hugsi yfir honum. Í honum virðist vera lögð til grundvallar önnur túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga heldur en við og áfrýjunarnefnd höfum byggt á hingað til,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.„Ef þetta er niðurstaðan þá er hætta á því að búið sé að víkja, að hluta til og að verulegu leyti, til hliðar þeirri réttarvernd sem bannið við misnotkun á markaðsráðandi stöðu veitir bæði minni fyrirtækjum og neytendum og bændum á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Málið á rætur að rekja til ársins 2007 þegar afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Osta- og smjörsalan, runnu saman í eina samsteypu, Mjólkursamsöluna (MS). Árið 2012 kvartaði Mjólkurbúið til Samkeppniseftirlitsins og bar því við að það þyrfti að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir hrámjólk heldur en keppinautar þess á markaði. Í kjölfarið hófst rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem lauk með ákvörðun árið 2014 en sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ný ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í sumar en þar var komist að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið gegn 11. grein samkeppnislaga og hefði að auki leynt gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. MS var gert að greiða alls 480 milljónir í sekt vegna þessa. Niðurstöðunni var áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin er skipuð þremur mönnum og klofnaði hún í afstöðu sinni. Bæði meiri- og minnihluti voru sammála um að undanþáguheimildir búvörulaga væru sértækari en Samkeppnislög og kæmu því til álita við úrlausn málsins. Hins vegar voru nefndarmenn ekki sammála um hvort framlegðarsamkomulag MS og KS, frá árinu 2008, rúmist innan undanþágu búvörulaga.Ari Edwald, forstjóri MSvísir/stefánAð mati meirihlutans er það svo en minnihlutinn, Jóhannes Karl Sveinsson formaður, taldi aðilum heimilt að gera samkomulag sín á milli um verkaskiptingu. Hins vegar sé útilokað að samkomulag um kaup MS á mjólk á lægra verði geti talist þáttur í verkaskiptingu sem heimil er samkvæmt búvörulögum. Því sé rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Bæði meiri- og minnihluti telur rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sekt sökum þess að MS hafi leynt gögnum fyrir eftirlitinu. Fjörutíu milljóna króna sektin fyrir að leyna gögnum var staðfest en 440 milljóna sektin fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu var felld niður. Félag atvinnurekenda sendi í gærkvöld frá sér áskorun til Alþingis um að „afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum“. Það sé staðfest að Mjólkursamsalan leyndi gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu. „FA telur ótækt að fyrirtæki sem grunuð eru um samkeppnislagabrot komist upp með að tefja mál með því að leyna gögnum fyrir yfirvöldum.“ Páll Gunnar segir ekki hafa verið ákveðið hvort Samkeppniseftirlitið beri niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dómstóla. „Það er auðvitað það sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ari Edwald, forstjóri MS, segir í yfirlýsingu að samkvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. „Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur.“ Af hálfu Mjólkursamsölunnar var meðal annars byggt á því að Páll Gunnar hefði verið vanhæfur við meðferð málsins og því bæri að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ekki var fallist á röksemdir MS í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
MS braut ekki lög með verðlagningu sinni á hráefnum til mjólkurframleiðslu segir í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við erum að fara yfir úrskurðinn en erum hugsi yfir honum. Í honum virðist vera lögð til grundvallar önnur túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga heldur en við og áfrýjunarnefnd höfum byggt á hingað til,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.„Ef þetta er niðurstaðan þá er hætta á því að búið sé að víkja, að hluta til og að verulegu leyti, til hliðar þeirri réttarvernd sem bannið við misnotkun á markaðsráðandi stöðu veitir bæði minni fyrirtækjum og neytendum og bændum á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Málið á rætur að rekja til ársins 2007 þegar afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Osta- og smjörsalan, runnu saman í eina samsteypu, Mjólkursamsöluna (MS). Árið 2012 kvartaði Mjólkurbúið til Samkeppniseftirlitsins og bar því við að það þyrfti að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir hrámjólk heldur en keppinautar þess á markaði. Í kjölfarið hófst rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem lauk með ákvörðun árið 2014 en sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ný ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í sumar en þar var komist að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið gegn 11. grein samkeppnislaga og hefði að auki leynt gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. MS var gert að greiða alls 480 milljónir í sekt vegna þessa. Niðurstöðunni var áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin er skipuð þremur mönnum og klofnaði hún í afstöðu sinni. Bæði meiri- og minnihluti voru sammála um að undanþáguheimildir búvörulaga væru sértækari en Samkeppnislög og kæmu því til álita við úrlausn málsins. Hins vegar voru nefndarmenn ekki sammála um hvort framlegðarsamkomulag MS og KS, frá árinu 2008, rúmist innan undanþágu búvörulaga.Ari Edwald, forstjóri MSvísir/stefánAð mati meirihlutans er það svo en minnihlutinn, Jóhannes Karl Sveinsson formaður, taldi aðilum heimilt að gera samkomulag sín á milli um verkaskiptingu. Hins vegar sé útilokað að samkomulag um kaup MS á mjólk á lægra verði geti talist þáttur í verkaskiptingu sem heimil er samkvæmt búvörulögum. Því sé rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Bæði meiri- og minnihluti telur rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sekt sökum þess að MS hafi leynt gögnum fyrir eftirlitinu. Fjörutíu milljóna króna sektin fyrir að leyna gögnum var staðfest en 440 milljóna sektin fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu var felld niður. Félag atvinnurekenda sendi í gærkvöld frá sér áskorun til Alþingis um að „afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum“. Það sé staðfest að Mjólkursamsalan leyndi gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu. „FA telur ótækt að fyrirtæki sem grunuð eru um samkeppnislagabrot komist upp með að tefja mál með því að leyna gögnum fyrir yfirvöldum.“ Páll Gunnar segir ekki hafa verið ákveðið hvort Samkeppniseftirlitið beri niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dómstóla. „Það er auðvitað það sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ari Edwald, forstjóri MS, segir í yfirlýsingu að samkvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. „Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur.“ Af hálfu Mjólkursamsölunnar var meðal annars byggt á því að Páll Gunnar hefði verið vanhæfur við meðferð málsins og því bæri að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ekki var fallist á röksemdir MS í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent