Veikar varnir á Íslandi gegn peningaþvætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti. „Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
„Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira