Veikar varnir á Íslandi gegn peningaþvætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti. „Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
„Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira