Á erfitt með að finna leiguhúsnæði og vinnu fimm árum eftir að hann lauk afplánun í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 11:32 Karl Magnús Grönvold, sem sat í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl fyrir nokkrum árum, segist enn vera að glíma við afleiðingar þess, en hann var handtekinn árið 2007 með sex kíló af kókaíni í fórum sínum og hlaut þriggja ára dóm. Karl segist til að mynda eiga erfitt með að finna sér leiguhúsnæði og vinnu. „Ég var til dæmis búinn að gera munnlega samninga við fjóra mismunandi leigusala en svo kemur að því að ég þarf að gefa upp nafn og kennitölu. Síðan er bara hringt daginn eftir og sagt „Nei, ég get ekki farið í þetta.“ Þetta gerðist bara seinast núna um daginn, 5 árum eftir að ég lauk afplánun,“ segir Karl en hann ræddi málið í Harmageddon. Eins og kunnugt er situr núna íslenskt par í gæsluvarðhaldi í Brasilíu vegna gruns um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Karl ráðleggur fólkinu að forðast allt umtal þegar þau koma heim en hann var nokkuð áberandi eftir að hann lauk afplánun og gerðu hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson til að mynda bókina Brasilíufanginn um reynslu Karls úr fangelsinu. „Bókin átti að vera uppgjör við þessa dvöl en ég hafði enga hugmynd um hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að gera það besta sem ég get gert og tekið réttar ákvarðanir. [...] En ef ég gæti snúið til baka þá hefði ég aldrei farið í þessa ferð, ég hefði ekki farið í þessa bók, ekki í viðtöl, sem sagt ekki farið svona opinbert út með þetta,“ segir Karl. Hlusta má á ítarlegt viðtal Harmageddon við Karl, sem er í tveimur klippum, í spilurunum hér í fréttinni. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Karl Magnús Grönvold, sem sat í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl fyrir nokkrum árum, segist enn vera að glíma við afleiðingar þess, en hann var handtekinn árið 2007 með sex kíló af kókaíni í fórum sínum og hlaut þriggja ára dóm. Karl segist til að mynda eiga erfitt með að finna sér leiguhúsnæði og vinnu. „Ég var til dæmis búinn að gera munnlega samninga við fjóra mismunandi leigusala en svo kemur að því að ég þarf að gefa upp nafn og kennitölu. Síðan er bara hringt daginn eftir og sagt „Nei, ég get ekki farið í þetta.“ Þetta gerðist bara seinast núna um daginn, 5 árum eftir að ég lauk afplánun,“ segir Karl en hann ræddi málið í Harmageddon. Eins og kunnugt er situr núna íslenskt par í gæsluvarðhaldi í Brasilíu vegna gruns um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Karl ráðleggur fólkinu að forðast allt umtal þegar þau koma heim en hann var nokkuð áberandi eftir að hann lauk afplánun og gerðu hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson til að mynda bókina Brasilíufanginn um reynslu Karls úr fangelsinu. „Bókin átti að vera uppgjör við þessa dvöl en ég hafði enga hugmynd um hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að gera það besta sem ég get gert og tekið réttar ákvarðanir. [...] En ef ég gæti snúið til baka þá hefði ég aldrei farið í þessa ferð, ég hefði ekki farið í þessa bók, ekki í viðtöl, sem sagt ekki farið svona opinbert út með þetta,“ segir Karl. Hlusta má á ítarlegt viðtal Harmageddon við Karl, sem er í tveimur klippum, í spilurunum hér í fréttinni.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira