Hjólaslysum fjölgað um 400 % á áratug Svavar Hávarðsson skrifar 30. mars 2016 07:00 Ef taka á þátt í keppni er ekki úr vegi að kanna hvernig tryggingum er háttað. Fréttablaðið/Daníel Hjólreiðaslysum á Íslandi hefur fjölgað um 400 prósent á síðustu tíu árum samkvæmt tölum sem lögfræðistofan Landslög hefur tekið saman og vann upp úr skýrslum Samgöngustofu um umferðarslys og tölum Landspítalans. Lögmaður hefur uppi varnaðarorð til allra sem hjóla um að þeir gaumgæfi tryggingavernd sína áður en illa fer. Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru skráð hjólreiðaslys á Íslandi 25 talsins árið 2005 en fjölgaði í 120 árið 2015, eða um tæp 400 prósent. Tölur Samgöngustofu segja þó aðeins lítinn hluta sögunnar því skráð hjólreiðaslys hjá stofnuninni eru 10 prósent af þeim fjölda sem leitar á bráðadeild Landspítala vegna hjólreiðaslysa á hverju ári. Þá eru ótaldir þeir sem leituðu til heilsugæslunnar eða annarra heilbrigðisstofnana. Því má áætla að árið 2015 hafi hjólreiðaslys á Íslandi verið vel á annað þúsund talsins. Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast í hjólreiðaslysum. Fjórðungur þeirra sem slösuðust í hjólreiðaslysum árið 2015, 31 af 120, slasaðist alvarlega. Tölfræðin sýnir að áverkar útlimum og mjaðmagrind séu algengastir. Þá lést einn í hjólreiðaslysi í fyrra. Haustið 2014 var gerð úttekt á öryggismálum á nokkrum völdum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru skoðaðir 28,5 kílómetrar af hjólastígum og í ljós kom að 16 prósent þeirra staða sem rannsakaðir voru, voru metin hættuleg eða að mikil hætta væri á slysum. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir það blasa við að bylting hafi orðið í vinsældum hjólreiða á meðal almennings, og rík ástæða sé til að hvetja hjólreiðafólk til að huga að hlífðar- og öryggisbúnaði sem getur dregið úr afleiðingunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Fæstir geri sér nefnilega grein fyrir því að hljótist líkamsmeiðsli af er mikilvægt að hjólreiðafólk hafi keypt tryggingu sem tekur til slíkra slysa. Langflestir hafi svokallaða heimilistryggingu sem feli meðal annars í sér slysatryggingu vegna slysa sem verða í frítíma hins vátryggða. „Í fyrsta lagi eru umsamdar vátryggingarfjárhæðir að jafnaði lágar sem leiðir til þess að greiddar slysabætur eru í sumum tilvikum lægri en afleiðingar slyss gefa tilefni til. Í öðru lagi er í skilmálum allra vátryggingarfélaganna að finna undanþágu þess efnis að félögin bæta ekki „slys sem vátryggðir 16 ára og eldri verða fyrir við keppni eða æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum“. Skilmálar félaganna eru nánast samhljóða um þetta,“ segir Sveinbjörn. Merking þess sé að mikilvægt sé að hjólreiðafólk sem tekur þátt í „keppni“ eða undirbýr sig fyrir keppni, sé meðvitað um að slysatryggingin í heimilistryggingunni nær hugsanlega ekki til slyss sem það verður fyrir þegar atvikum háttar svo. Ef vátryggingarfélögin skilgreina WOW cyclothon, Jökulmíluna eða KIA-gullhringinn sem „keppni“ í skilningi skilmála liggur ekki á lausu hvort slys í slíkum keppnum séu bótaskyld úr heimilistryggingu hjólreiðamannsins. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að baktryggja sig. Leiðin til þess er að kaupa svokallaða almenna slysatryggingu sem nær til æfinga og keppni. Þetta á auðvitað líka við um fleiri íþróttir en hjólreiðar. Mikilvægt er að huga að vátryggingarfjárhæðinni sem hjólreiðamenn, og annað íþróttafólk vill tryggja sig fyrir og gæta að því að tryggingin taki til keppni, en hvort tveggja er valkvætt,“ segir Sveinbjörn. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hjólreiðaslysum á Íslandi hefur fjölgað um 400 prósent á síðustu tíu árum samkvæmt tölum sem lögfræðistofan Landslög hefur tekið saman og vann upp úr skýrslum Samgöngustofu um umferðarslys og tölum Landspítalans. Lögmaður hefur uppi varnaðarorð til allra sem hjóla um að þeir gaumgæfi tryggingavernd sína áður en illa fer. Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru skráð hjólreiðaslys á Íslandi 25 talsins árið 2005 en fjölgaði í 120 árið 2015, eða um tæp 400 prósent. Tölur Samgöngustofu segja þó aðeins lítinn hluta sögunnar því skráð hjólreiðaslys hjá stofnuninni eru 10 prósent af þeim fjölda sem leitar á bráðadeild Landspítala vegna hjólreiðaslysa á hverju ári. Þá eru ótaldir þeir sem leituðu til heilsugæslunnar eða annarra heilbrigðisstofnana. Því má áætla að árið 2015 hafi hjólreiðaslys á Íslandi verið vel á annað þúsund talsins. Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast í hjólreiðaslysum. Fjórðungur þeirra sem slösuðust í hjólreiðaslysum árið 2015, 31 af 120, slasaðist alvarlega. Tölfræðin sýnir að áverkar útlimum og mjaðmagrind séu algengastir. Þá lést einn í hjólreiðaslysi í fyrra. Haustið 2014 var gerð úttekt á öryggismálum á nokkrum völdum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru skoðaðir 28,5 kílómetrar af hjólastígum og í ljós kom að 16 prósent þeirra staða sem rannsakaðir voru, voru metin hættuleg eða að mikil hætta væri á slysum. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir það blasa við að bylting hafi orðið í vinsældum hjólreiða á meðal almennings, og rík ástæða sé til að hvetja hjólreiðafólk til að huga að hlífðar- og öryggisbúnaði sem getur dregið úr afleiðingunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Fæstir geri sér nefnilega grein fyrir því að hljótist líkamsmeiðsli af er mikilvægt að hjólreiðafólk hafi keypt tryggingu sem tekur til slíkra slysa. Langflestir hafi svokallaða heimilistryggingu sem feli meðal annars í sér slysatryggingu vegna slysa sem verða í frítíma hins vátryggða. „Í fyrsta lagi eru umsamdar vátryggingarfjárhæðir að jafnaði lágar sem leiðir til þess að greiddar slysabætur eru í sumum tilvikum lægri en afleiðingar slyss gefa tilefni til. Í öðru lagi er í skilmálum allra vátryggingarfélaganna að finna undanþágu þess efnis að félögin bæta ekki „slys sem vátryggðir 16 ára og eldri verða fyrir við keppni eða æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum“. Skilmálar félaganna eru nánast samhljóða um þetta,“ segir Sveinbjörn. Merking þess sé að mikilvægt sé að hjólreiðafólk sem tekur þátt í „keppni“ eða undirbýr sig fyrir keppni, sé meðvitað um að slysatryggingin í heimilistryggingunni nær hugsanlega ekki til slyss sem það verður fyrir þegar atvikum háttar svo. Ef vátryggingarfélögin skilgreina WOW cyclothon, Jökulmíluna eða KIA-gullhringinn sem „keppni“ í skilningi skilmála liggur ekki á lausu hvort slys í slíkum keppnum séu bótaskyld úr heimilistryggingu hjólreiðamannsins. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að baktryggja sig. Leiðin til þess er að kaupa svokallaða almenna slysatryggingu sem nær til æfinga og keppni. Þetta á auðvitað líka við um fleiri íþróttir en hjólreiðar. Mikilvægt er að huga að vátryggingarfjárhæðinni sem hjólreiðamenn, og annað íþróttafólk vill tryggja sig fyrir og gæta að því að tryggingin taki til keppni, en hvort tveggja er valkvætt,“ segir Sveinbjörn.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira