Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 17:13 Ólafur ásamt starfsfólki BUGL, starfsfólki Hljóðfærahússins og fjölskyldu Ingibjargar Melkorku málverk eftir hana prýða herbergið. mynd/landspítalinn „Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira