Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 17:13 Ólafur ásamt starfsfólki BUGL, starfsfólki Hljóðfærahússins og fjölskyldu Ingibjargar Melkorku málverk eftir hana prýða herbergið. mynd/landspítalinn „Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira