Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Heiðar Lind Hansson skrifar 9. september 2016 07:00 Sverðið sem fannst í vikunni Vísir Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00